news

Jóladagur Hádegishöfða

17. 12. 2019

Börn og kennarar mættu prúðbúin í leikskólann í dag í tilefni jóladagsins. Margrét Dögg foreldri af Stekk kom og spilaði á gítar og við sungum jólalögin. Allt í einu var barið á glugga og tveir rauðklæddir menn reyndu eins og þeir gátu að komast inn. Að endingu var þeim bent á að best væri að nota dyrnar til að komast inn.

Þeir vildu dansa í kringum jólatréð sem við höfðum útbúið og skreitt svo fallega.

Þeir voru með sitt hvorn pokann meðferðis. Í þeim voru bækur sem þeir gáfu börnunum áður en þeir þutu aftur af stað út í snjókomuna.

Boðið var upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og ís í eftirrétt.

© 2016 - 2021 Karellen