news

Í Kirkjuselið á aðventunni.

12. 12. 2019

Í dag fóru þrír elstu árgangar Hádegishöfða í heimsókn í Kirkjuselið og áttu þar notalega stund með sr. Ólöfu Margréti og kennurum sínum. Þar var sungið, hlustað á jólasögu og borðaðar mandarínur. Við höfðum með okkur peninginn sem við höfum safnað í gegnum jólakortasöluna og afhendum séra Ólöfu hann. Þessi peningur mun renna í Jólasjóðinn en markmið sjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólahátíðina. Með því að afhenda peninginn gerðum við góðverk og sýndum samhug og vinsemd.


© 2016 - 2020 Karellen