news

Bóndadagur

22. 01. 2021

Í dag er Bóndadagur í upphafi Þorra og því ber að fagna.

Í vikunni voru allir búnir að útbúa sér höfuðfat sem þau báru stollt í dag.

Í morgun komu nemendur Hádegishöfða saman og sungu margvísleg vetrarlög með tilheyrandi hreyfingum.

Þorramatur var á borðum í hádeginu og voru margir hugrakkir að smakka, ekki síst þeir sem yngri eru.

Eldri börnin 3-5 ára fengu svo fræðslu um hvernig lífið gekk fyrir sig í torfbæjum í gamla daga áður en rafmagn og rennandi vatn komu í hús, skoðuðu gamla muni, hlustuðu á sögu af Kára og fjölskyldu hans þegar þau tóku vel á móti Þorra og í lokin dönsuðu þau "Karl gekk út um morguntíma"


© 2016 - 2021 Karellen