Um máltíðir á Hádegishöfða

Morgunverður: Hafragrautur/kornmeti með mjólk/ab mjólk og lýsi.

Ávaxtahressing: Mismunandi ávextir og grænmeti eru í boði, gjarnan tvær eða fleiri tegundir í einu

Hádegismatur: Hádegishöfði fær hádegismat frá Skólamötuneyti Fljótsdalshéraðs sem staðsett er í Egilsstaðaskóla. Matseðil og næringarútreikninga má sjá hér.

Nónhressing: Nýbakað gróft brauð sem bakað er á staðnum, tvær tegundir af áleggi, grænmeti og/eða ávextir.


Frá Skólamötuneyti Fljótsdalshéraðs

Matseðill er settur upp samkvæmt leiðbeiningum Embættis landslæknis á næringarþörf barna.

Boðið er upp á fjölbreytta fæðu til að börn fái þau næringarefni sem þörf er á og eru þau hvött til að smakka allt það sem í boði er.

Grænmeti borið fram með öllum máltíðum soðið eða ferskt.

Salt og sykurmagni er haldið í lágmarki.

Börn með greiningu á matarofnæmi fá sérfæði sé þess kostur. Farið er fram á læknisvottorð til að tryggja barni markvissaog rétta þjónustu. Þegar foreldrar óska eftir að barn þeirra fái sérfæði er fylgt skilgreindri málsmeðferð.

Til að sporna við matarsóun er reynt að áætla það magn af mat sem fer út úr húsi eins vel og kostur er.

Starfsmenn mötuneytisins eru:

Síminn í mötuneytinu 470 0619

© 2016 - 2021 Karellen